FL Group
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
|
Gerð: | Almenningshlutafélag (ICEX: FL) |
---|---|
Stofnað: | 10. mars 2005 |
Staðsetning: | Reykjavík |
Lykilmenn: | Hannes Smárason, forstjóri Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Þorsteinn M. Jónsson varaformaður stjórnar |
Starfsemi: | fjárfestingarfélag |
Vefslóð: | http://www.flgroup.is/ |
FL Group er fjárfestingarfyrirtæki með sérstaka áherslu á fjárfestingar í flugrekstri og ferðaþjónustu og er stærst á sínu sviði á Íslandi. Fyrir 10. mars 2005 hét fyrirtækið Flugleiðir, en það er enn oft kallað það í daglegu tali. Fyrirtækið varð til árið 1973 við sameiningu flugfélaganna Flugfélags Íslands og Loftleiða.
Aðskilnaður FL Group frá Icelandair Group og þá Flugleiðum í raun varð staðreynd 16. október 2006 þegar FL Group seldi allt hlutafé sitt í félaginu. 27. Desember seldi FL Group síðan allt hlutafé sitt í Sterling, danska lággjaldaflugfélaginu.
FL Group fjárfesti í desember 2006 í 5,98% hlutabréfa í bandaríska fyrirtækinu AMR Corporation, móðurfélagi flugfélagsins American Airlines. Í febrúar 2007 jók FL Group hlut sinn í 8,63%. [1] Fyrirtækið á einnig 22,4% hluta í finnska flugfélaginu Finnair. Í mars 2007 var tilkynnt að FL Group hefði keypt 10% hlut í breska fjárhættuspilafyrirtækinu Inspired Gaming Group PLC á 15,3 milljónir pund, jafnvirði um 2 milljarða króna.[2]
[breyta] Stjórn FL Group
- Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður
- Þorsteinn M. Jónsson, varaformaður
- Magnús Ármann
- Jón Ásgeir Jóhannesson
- Smári Sigurðsson
- Kristinn Björnsson
- Paul Davidson
Varamenn:
- Peter Mollerup
- Magnús Kristinsson
[breyta] Tilvísanir
- ↑ FL Group komið með 8,63% í AMR og er stærsti hluthafinn. Skoðað 2. febrúar, 2007.
- ↑ FL Group kaupir hlut í bresku spilakassafélagi. Skoðað 3. mars, 2007.