Hannes Smárason
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hannes Smárason (f. 25. nóvember 1967) er forstjóri FL Group.
Hannes hefur náð gríðarlegum árangri með félagið og frá því að hann tók við því hefur markaðsvirði þess aukist úr 18 milljörðum í rúmlega 220 milljarða skv. Kauphöll Íslands. FL Group er núna eingöngu fjárfestingafélag og fjárfestir vítt og breitt um heiminn. Nú síðast í Ameríku þar sem þeir keyptu 6% hlut í American Airlines sem er stærsta flugrekstrarfélag í heimi og hljóðaði þessi fjárfesting upp á 29 milljarða. Einnig hafa þeir fjárfest í stórum alþjóðafyrirtækjum eins og Easy Jet og Sterling.