Fyrirhugun
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrirhugun er trúarhugmynd um tengsl milli upphafs hlutar og örlaga hans. Tengsl hugtaksins við trú á æðri máttarvöld eru það sem greinir það frá hugtökum eins og andstæðunni milli nauðhyggju og frjáls vilja. Nánar tiltekið snýst fyrirhugun um mátt guðs til að skapa og stjórna sköpunarverkinu og að hve miklu leyti guð ákvarðar fyrirfram örlög hópa og einstaklinga. Fyrirhugun er þungamiðja í kenningum ýmissa hópa mótmælenda.
Flokkar: Stubbar | Kalvínismi | Kristin heimspeki | Íslam | Guðfræði