Gler
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gler er efni búið til úr kísli (oftast fengnum úr sandi) og fleiri efnum sem eru snöggkæld þannig að þau ná ekki að mynda kristalla.
Hráefni glers eru brædd við hátt hitastig en þau eru helst sandur, kalksteinn, þvottasódi, pottaska og fleiri efni.
[breyta] Saga glers
Gler kemur víða fyrir í náttúrunni, t.d sem hrafntinna, og hefur verið notað af mönnum síðan á steinöld. Föníkumenn voru fyrstir til að búa til gler. Sagan segir að skip hafi komið hlaðið nítrum (blanda þvottasóda og pottösku) og þar sem skort hafi á eldivið voru klumpar af efninu settir á bálköstinn á ströndinni þar sem báturinn lá. Hafi efnið bráðnað saman við sandinn á ströndinni og undan runnið glær seigur vökvi. Þannig hafi uppgvötast hvernig búa ætti til gler. Talið er að föníkumenn hafi notað efnið til að glerja leirker allt frá 3000 f.Kr, en til eru fornleifar frá 2500 f.Kr. sem sýna að gler var búið til á þeim tíma í Mesópótamíu.