Hákarl
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hákarl í fullu fjöri
|
|||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
|||||||||||||||
Somniosus microcephalus Bloch & Schneider, 1801 |
|||||||||||||||
|
Hákarl (latína:Somniosus microcephalus) er grannvaxinn, sívalur, brjóskfiskur með góða heyrn. Hákarl hefur hvassar tennur í skoltum sínum í víðum kjafti. Augu og tálknaop hákarls eru smá. Algeng lengd hákarls er 2-5 metrar. Hákarlar lifa á blönduðu fæði. Hákarl gýtur ungviði sínu sem er u.þ.b. 40 cm. við got.
[breyta] Nýting
Um hákarl má lesa m.a. í Snorra Eddu, Grágás og Jónsbók, þ.e. hákarlsreka, og um verkaðan hákarl er skrifað í skrá yfir eignir Hóladómkirkju frá 1374. Var hákarl veiddur með Lagnvaði, keflvaði og venjulegum vað og svo hákarlalínu. Á 14. öld var hákarl orðinn nokkuð algengur í mataræði Íslendinga. Hákarlaveiði var aukageta við þorskveiðar og þótti nokkur búhnykkur af hákarli, en hákarlaveiðar voru upphaflega að mestu leiti stundaðar á Vestfjörðum og Snæfellsnesi. 1865-1875 var rúmur helmingur alls hákarlslýsis fluttur út frá Norður og Austuramti. Eftir 1900 dró verulega úr hákarlaveiðum og lögðust nærri af um 1930, því mjög dró úr eftirspurn eftir hákalslýsi. Enn er þó sá hákarl sem veiðist kæstur. Framleiðsla hákarlalýsis til manneldis hefur farið vaxandi að undanförnu.
Víða eru aðrar tegundir hákarla veiddar til gerðar hákarlauggasúpu.
[breyta] Gælunöfn
Hákarl hefur verið nefndur ýmsum nöfnum á íslensku. Meðal þeirra eru: axskeri, blágot, blápískar, brettingur, deli, got, grágot, gráni, hafkerling, háskerðingur, hvolpur, raddali, rauðgot, skauli, skerill, skufsi.[1]
[breyta] Heimild
- Sjávarnytjar við Ísland, Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson, Ólafur Karvel Pálmason. Mál og menning, Reykjavík, 1998.
- Kynning á íslenskum sjávarútvegi: Ekkert slor, í Háskólanum á Akureyri 2000