Hrogn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hrogn eru fullþroskuð egg fiska og annarra vatnadýra eins og ígulkerja og rækja. Sem sjávarfang eru hrogn étin bæði hrá og soðin.
Kavíar er í grundvallaratriðum söltuð hrogn, fyrst og fremst styrju, en orðið er líka notað um hrogn hrognkelsa og mat unninn úr þorskhrognum.