Þorskur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þorskur | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Atlantshafsþorskur (Gadus morhua) |
||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
|
||||||||||||
Tegundir | ||||||||||||
Atlantshafsþorskur (Gadus morhua) |
Þorskur (fræðiheiti: Gadus) er almennt heiti yfir fiska af ættkvíslinni Gadus af ætt þorskfiska, þótt að í íslensku sé oftast átt við Atlantshafsþorsk (Gadus morhua). Þorskur er vinsæll matfiskur með þétt hvítt kjöt. Þorsklifur er brædd í þorskalýsi sem inniheldur A-vítamín, D-vítamín og Ómega-3 fitusýrur.
Þorskur er algengur allt í kringum landið. Hann er botnfiskur og er algengastur á 100-400 metra dýpi.
Smáþoskur étur ýmsa hryggleysingja eins og ljósátu, marflær og rækju. Þegar þorskurinn stækkar étur hann loðnu og síli. Loðnan er mikilvæg fæða fyrir þorskinn og þegar loðnustofninn er í lægð þá minnkar meðalþyngd þorska sem veiðast við Ísland verulega. Stórir þorskar éta karfa, smáþorsk, skráplúru, kolmunna, ýsu og síld. Margir fiskar og sjófuglar éta þorskseiði. Selir, hvalir og hákarlar éta stærri þorska.
[breyta] Lýsing
Þorskur er straumlínulaga fiskur, kjaftstór og með skeggþráð á höku. Fiskurinn notar skeggþráðinn til að leita að fæðu á sjávarbotni.
Litur er breytilegur eftir aldri og umhverfi en oftast eru þorskar gulgráir á baki og hliðum með dökkum deplum. Ungir þorskar eru rauðleitir eða brúnir, þeir lifa gjarnan í þaraskógum og þessir litir falla vel inn í umhverfið þar. Eldri þorskar eru oft gulgráir með dökkum blettum að ofan og á hliðum og ljósari að neðan. Bakuggar þorsks eru þrír og raufaruggar tveir, eyruggar eru stórir og rákin er mjög greinileg.
[breyta] Tengt efni
- Þorskastríðið