Jón Páll Sigmarsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón Páll Sigmarsson (fæddur 28. apríl 1960, látinn 6. janúar 1993) var íslenskur kraftlyftingamaður.
[breyta] Ævisaga
Jón Páll var fæddur á Sólvangi í Hafnarfirði. Þegar hann var 3 ára fluttist hann með fjölskyldunni í Stykkishólm og við 9 ára aldur flutti hann á ný, nú í Árbæjarhverfi í Reykjavík en þar bjó hann öll unglingsárin.
Hann byrjaði ungur að lyfta og fór reglulega í ræktina. Hann vann keppnina „Sterkasti maður heims“ fjórum sinnum; árin 1984, 1986, 1988 og 1990. Hann lést vegna hjartabilunar árið 1993.