Köttur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Köttur |
|||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Köttur
|
|||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||
Felis silvestris catus (Linnaeus, 1758) |
|||||||||||||||||
|
Köttur (fræðiheiti: Felis silvestris catus) er undirtegund villikatta (fræðiheiti: Felis silvestris) sem er tegund rándýra af ætt kattardýra. Kettir eru kjötætur sem hafa lifað í sambýli við menn í minnst 3.500 ár eða frá því forn-egyptar hófu að nota ketti til að halda músum og öðrum nagdýrum frá kornbirgðum. Kettir eru eitt vinsælasta gæludýr heims.
Karldýr katta kallast högni eða fress, kvendýrið læða eða bleyða og ungarnir kettlingar. Hreinræktaðir kettir eru innan við eitt prósent af köttum, en til eru tugir tegundarafbrigða og litbrigða. Það eru jafnvel til hárlausir kettir sem nefnast Sfinx.
Árið 1976 var stofnað Kattavinafélag Íslands.