Lerwick
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lerwick (íslenska: Leirvík) er höfuðstaður og stærsti bær Hjaltlandseyja, staðsettur á austurströnd Mainland með um það bil 7.500 íbúa. Ferjur frá Lerwick sigla reglulega til Kirkwall í Orkneyjum, Aberdeen á Skotlandi, Fair Isle, Björgvin í Noregi, Seyðisfjarðar á Íslandi og Þórshafnar í Færeyjum og auk þess líka til Out Skerries og Bressay. Lerwick er nyrsti bær Bretlands.