Loðna
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loðna |
|||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
|||||||||||||||
Mallotus villosus Müller, 1776 |
|||||||||||||||
|
Loðna (fræðiheiti: Mallotus villosus) er smávaxinn fiskur sem heldur sig í torfum upp í sjó. Loðnan er algeng í köldum og kaldtempruðum sjó á norðurhveli jarðar. Stærstu loðnustofnar þar eru í Barentshafi og á Íslandsmiðum. Á sumrin er loðnan við íshafsröndina þar sem hún étur jurtasvif. Stór loðna étur ljósátu og önnur smákrabbadýr. Afræningjar loðnu eru m.a. hvalir, selir, þorskar. Loðnan hrygnir á sandbotni og við sandstrendur 2-6 ára og drepst yfirleitt að lokinni hrygningu.
Hrygna nær allt að 20 sm lengd og hængur verður allt að 25 sm langur. Þegar mikið er af síld í Barentshafinu virðist það hafa neikvæð áhrif á loðnuna, sennilega bæði vegna samkeppni um æti og vegna þess að síldin étur loðnuhrogn.
[breyta] Loðna og vistkerfi sjávar
Loðnan er mikilvægur hlekkur í vistkerfi sjávar við Ísland. Loðna er aðalfæða þorsks og flestallir fiskar sem éta aðra fiska lifa á loðnu einhvern hluta ævi sinnar. Loðnan lifir á svifdýrum og er í 3. þrepi fæðupíramýdans. Í gegnum loðnu flyst orka úr norðurhöfum inn í vistkerfi sjávar við Ísland. Fullorðin loðna sækir í æti norður í Íshaf að sumarlagi. Á haustin gengur loðnan svo aftur í átt til Íslands. Frá október og fram að hrygningu loðnu í mars er hún mikilvæg fæða ýmissa nytjafiska.
[breyta] Loðnuveiðar
Loðna er brædd og notuð í fiskifóður og lýsisframleiðslu en er einnig notuð til manneldis. Loðnuhrogn eru eftirsótt matvara í Japan.
Fylgst er með göngu loðnu við Ísland og ákvarðar Sjávarútvegsráðuneyti með hliðsjón af því það magn loðnu sem má veiða hverju sinni. Á vetrarvertíð 2007 er það 370 þúsund lestir.
[breyta] Heimildir
- Greinin „Capelin“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. júlí 2006.
- Lífríki sjávar - Loðna (bæklingur frá Hafrannsóknarstofnun). Skoðað 30. júlí, 2006.