Barentshaf
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Barentshaf er hafsvæði í Norður-Íshafi norðan við Noreg og Rússland. Það heitir eftir hollenska landkönnuðinum Willem Barents. Það markast af Noregshafi og Svalbarða í vestri, Frans Jósefslandi í norðri og Novaja Semlja í austri. Við suðurenda hafsins eru hafnarborgirnar Varðey (Noregi) og Múrmansk (Rússlandi). Þar við ströndina leggur ekki allt árið um kring vegna Norður-Atlantshafsstraumsins sem flytur hlýjan sjó úr Golfstraumnum norður fyrir Evrópu.