Mörður Árnason
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mörður Árnason (f. 30. október 1953) er þingmaður Samfylkingarinnar síðan 2003.
Mörður gekk í Menntaskólann í Reykjavík þaðan sem hann útskrifaðist 1973. Hann útskrifaðist með BA-gráðu í íslensku og málvísindum eftir nám við Háskóla Íslands og Háskólann í Osló. Á níunda áratugnum var hann starfsmaður Orðabókar Háskólans, blaðamaður hjá Þjóðviljanum og ritstjóri árin 1988–1989. Hann var upplýsingafulltrúi fjármálaráðherra 1989–1991 og ritstjóri við Bókaútgáfu Máls og menningar og Eddu–útgáfu hf. 1991–2003.