Mary Wollstonecraft
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mary Wollstonecraft (27. apríl 1759 – 10. september 1797) var breskur rithöfundur, femínisti og heimspekingur. Hún var gift rithöfundinum og fríþenkjaranum William Godwin og átti með honum skáldsagnahöfundinn Mary Shelley. Þekktasta verk hennar er A Vindication of the Rights of Woman sem fjallaði um nauðsyn þess að drengir og stúlkur hlytu sömu menntun og sem átti að vera andsvar við Émile eftir Jean-Jacques Rousseau. Hún var þeirrar skoðunar (sem þá var alls ekki almenn) að konur hefðu jafna skynsemi á við menn og ættu þar með að njóta sömu réttinda.
[breyta] Verk
- Thoughts on the education of daughters (1786)
- The Female Reader (1789)
- A Vindication of the Rights of Men (1790)
- A Vindication of the Rights of Woman (1792)
- Historical and Moral View of the Origin and Progress of the French Revolution (1794)
- Letters Written During a Short Residence in Sweden, Norway, and Denmark (1796)