Miklihvellur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Miklihvellur er kenning innan heimsfræðinnar og sem segir að alheimurinn eigi sér upphaf í tíma og að þá hafi heimurinn verið gríðarlega þéttur og heitur.
Kenningin byggir á lögmáli Hubble, meginfrumsemdum heimsfræðinnar um einsleitan og einsátta alheim auk Friedmann-Lemaître líkansins sem byggir á almennu afstæðiskenningunni. Af þessum forsendum og athugunum m.a. á rauðviki leiðir að alheimurinn hafi allt sitt tilveruskeið verið í útþenslu. Þar af leiðir að alheimurinn mun hafa verið mun þéttari í árdaga og að hann mun þá eiga sér upphaf.
Ekki eru allir eðlisfræðingar á sama máli hvernig ástand heimsins var fyrir þetta, hinsvegar gerir almenna afstæðiskenning ráð fyrir þyngdaraflssérstæðu (yfirlit yfir getgátur um ástand heimsins fyrir miklahvell má finna á grein um upprunafræði).
Hugtakið miklihvellur er í takmarkaðri merkingu notað um þann tímapunkt er rúm byrjaði að þenjast út. Almennari notkun hugtaksins felur hinsvegar í sér þá kenningu sem algengust er innan heimsfræðinni um upphaf og útþenslu alheimsins, auk kenningu um samsetningu efnis í upphafi og kjarnamyndun (Alpher-Bethe-Gamow kenningin).
Ein afleiða kenningarinnar er sú að ástand alheimsins hafi verið frábrugðið ástandi heimsins í dag og í framtíðinni (þ.e.a.s. þróun alheimsins á sér stað). Út frá þessum upplýsingum gerði George Gamow sér ljóst að hugsanlega væri til það sem kallað er örbylgjukliður sem myndi sannreyna miklahvellskenninguna frekar. Örbylgjukliðurinn var uppgötvaður 1965 og varð til þess að miklahvellskenningin var almennt talin líklegri en sístöðukenningin.
Efnisyfirlit |
[breyta] Saga
Kenningin um miklahvell þróaðist út frá athugunum og kennilegum hugleiðingum. Athugendur tóku eftir því að flestar þyrilstjörnuþokur fjarlægðust jörðina, en þeir sem tóku eftir þessu gerður sér hvorki grein fyrir því að um var að ræða stjörnuþokur utan Vetrarbrautarinnar né hvað þetta þýddi fyrir heimsfræðina. Árið 1927 leiddi Georges Lemaître út Friedmann-Lemaître-Robertson-Walker jöfnurnar út frá afstæðiskenningu Einsteins og lagði fram kenningu byggða á athugunum um undanhald stjörnuþoka, um að alheimurinn hefði hafist með „sprengingu frumatóms“, sem síðar var kölluð miklahvellskenningin.
Árið 1929 útvegaði Edwin Hubble fyrstu gögnin til stuðnings kenningu Lemaître. Hann komst að því að stjörnuþokur fjarlægðust jörðina úr öllum áttum á hraða sem var háður fjarlægð þeirra frá jörðinni. Þetta er þekkt sem lögmál Hubbel. Lögmál Hubble benti til þess að einsleitur og einsátta alheimur þendist út, en það passaði ekki við hugmyndir Einsteins um staðnaðan og óendanlegan alheim.
Þessi hugmynd um útþenslu alheimsins bauð upp á tvo gagnstæða möguleika. Annar var miklahvellskenning Lemaître, sem George Gamow var talsmaður fyrir. Hinn möguleikinn var sístöðukenning Fred Hoyle þar sem efni átti að myndast jafnóðum þegar stjörnuþokurnar fjarlægðust hvor aðra. Samkvæmt því módeli er alheimurinn nánast eins á hverjum tímapunkti.
Um langt skeið voru stuðningsmenn hvorar kenningar um sig jafnmargir. Athuganir bentu þó til að alheimurinn hefði þróast frá heitu og þéttu upphafi. Uppgötvun örbylgjukliðs árið 1965 varð til þess að menn fóru að álíta miklahvellskenninguna sennilegri útskýringu á upphafi alheimsins. Nánast öll kennileg verk innan heimsfræðinnar í dag gera ráð fyrir því að miklahvellskenningin sé rétt.
Mikil framþróun varð á miklahvellskenningunni síðla á 9. áratug 20. aldarinnar og snemma á 21. öldinni samhliða þróun sjónaukatækni ásamt miklum gögnum frá gervihnöttum eins og COBE, Hubble sjónaukanum og WMAP. Gögnin hafa gert vísindamönnum kleyft að reikna út nýjar breytistærðir fyrir miklahvellsmódelið gert kenninguna nákvæmari og m.a. komist að því að þensla alheimsins er að aukast.
[breyta] Tengt efni
|
|
[breyta] Tenglar
- "Proof of Big Bang Seen by Space Probe, Scientists Say" — National Geographic News
- Open Directory Project: Cosmology
- PBS.org, "From the Big Bang to the End of the universe. The Mysteries of Deep Space Timeline"
- "Welcome to the History of the universe". Penny Press Ltd.
- Cambridge University Cosmology, "The Hot Big Bang Model". Inniheldur umfjöllun um ágalla kenningarinnar.
- Smithsonian Institution, "UNIVERSE! - The Big Bang and what came before".
- D'Agnese, Joseph, "The last Big Bang man left standing, physicist Ralph Alpher devised Big Bang Theory of universe". Discover, July 1999.
- Felder, Gary, "The Expanding universe".
- LaRocco, Chris and Blair Rothstein, "THE BIG BANG: It sure was BIG!!".
- Mather, John C., and John Boslough 1996, The very first light: the true inside story of the scientific journey back to the dawn of the universe. ISBN 0-465-01575-1 p.300
- Shestople, Paul, ""Big Bang Primer".
- Singh, Simon, Big Bang: The most important scientific discovery of all time and why you need to know about it, Fourth Estate (2004). A historical review of the Big Bang. Sample text and reviews can be found at [1].
- Wright, Edward L., "Brief History of the universe".
- Feuerbacher, Björn and Ryan Scranton (2006). "Evidence for the Big Bang", FAQ at talkorigins.org.
- The Sabanci University School of Languages Podcasts: Origin of Elements by Alpay Taralp.