Myrku aldirnar í sögu Grikklands
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Myrku saldirnar í sögu Grikklands (um 1100 f.Kr. – 750 f.Kr.) er tímabil í sögu Grikklands frá innrás Dóra og endalokum Mýkenumenningarinnar á 11. öld f.Kr. fram að tilkomu grískra borgríkja borgríkja á 9. öld f.Kr. og tilurð Hómerskviða og annarra af elstu bókmenntum Grikkja á 8. öld f.Kr.
Fornleifafræðin sýnir að á þessum tíma féllu siðmenningarsamfélög við austanvert Miðjarðarhaf. Hallirnar miklu og borgir Mýkenumenningarinnar voru lagðar í rúst. Menning Hittíta féll. Borgir voru lagðar í eyði frá Tróju til Gaza. Grikkir hættu að skrifa á grísku en þeir höfðu áður skrifað grísku með línuletri B. Leirker frá þessum tíma eru einfaldari en leirker frá Mýkenutímanum og skortir myndskreytingar sem áður voru.