Fornleifafræði
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fornleifafræði er sú fræðigrein, sem fæst við uppgröft, greiningu og varðveislu fornra mannvistarleifa í jörðu. Þeir sem hana stunda nefnast fornleifafræðingar.
[breyta] Fornleifafræði á Íslandi
Mikill uppgröftur hefur verið stundaður á Íslandi hin síðari ár og í mörgum tilvikum komið í ljós samræmi við Íslendingasögur og aðrar heimildir um viðkomandi staði. Þjóðminjasafn Íslands rannsakar og varðveitir fornminjar á Íslandi.