Nýja-Gínea
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nýja Gínea (eða Papúa) er eyja fyrir norðan Ástralíu sem varð viðskila frá meginlandi Ástralíu þegar flæddi yfir svæðið sem nú heitir Torressund um 5000 f.Kr.. Umdeilanlegt er hvort hún tilheyri Eyjaálfu eða Asíu. Á Nýju Gíneu eru sjálfstæða ríkið Papúa Nýja Gínea (á austurhlutanum) og indónesísku héruðin Papúa og Vestur Irian Jaya (á vesturhlutanum). Eyjan er næststærsta eyja heims. Á henni er hæsta fjall Eyjaálfu (telji maður eyjunna til hennar), Carstenz pýramíðinn (eða Puncak Jaya).