Ræðuspurning
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ræðuspurning er í mælskufræði spurning sem krefst ekki svars af spyrjandanum, slíkar spurningar eru oft notaðar sem dulbúnar skipanir: „Hversu oft þarf ég að segja þér að taka til í herberginu þínu?“, sem bónir: „Geturðu rétt mér kústinn?“, til að tjá yfirburði spyrjandans í samræðum eða til að koma því fram að aðspurður sé bjáni: „Hversu oft þarf ég að útskýra þetta fyrir þér?“.