Raðtala
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Raðtala er í stærðfræði viðbót við náttúrulegar tölur notuð til að hýsa óendanlegar runur, kynntar til sögunnar af Georg Cantor árið 1897. Í málfræði er raðtala tala sem notuð er til að segja til um staðsetningu í runu eða lýsa röð viðburða (fyrsti, annar, þriðji, ...), andstæður þeira eru höfuðtölur sem notaðar eru til að segja til um magn. Ritaðar með tölustöfum fylgir raðtölum ávallt punktur; 1., 2., 10.