Síld
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
|||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() |
|||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
|||||||||||||||
Clupea harengus Linnaeus, 1758 |
|||||||||||||||
|
Síld (fræðiheiti: Clupea harengus) er fisktegund sem finnst beggja vegna Atlantshafsins þar sem hún safnast í stórar torfur eða flekki. Síld er algengasta fisktegund í heimi.
Efnisyfirlit |
[breyta] Síldartorfur
Sama fjarlægð er milli allra fiska í torfu og þeir synda allir í sömu áttina. Sennilega berast boð á milli fiskanna í torfunni. Komi styggð að fiskunum getur torfan beygt til hægri eða vinstri á örskotstundu eða synt upp eða niður. Í síldartorfu eru oft 10 - 100 þús. en í torfum geta líka verið margar milljónir fiska. Sennilegt er að torfan sé náttúruleg vörn gegn ásókn annarra sjávardýra. Afræningjar síldar í náttúrunni eru selir, hvalir, þorskar og aðrir stórir fiskar. Síldartorfur fara oft 50 km leið á hverjum degi í marga daga í röð.
Auðvelt er fyrir veiðimenn að fylgjast með torfum með rafeinda- og bergmálstækni.
[breyta] Lýsing á síld
Síld getur orðið 54 sm löng og 500 g þung.
[breyta] Fæðukeðja og veiðar
Síldveiðar Íslendinga hafa frá 1970 byggst á sumargotsíld en einnig hafa verið við Íslands stofnarnir vorgotssíld og norður-íslenska síldarstofninn.
Aðalfæða síldar er ýmis konar sviflæg smákrabbadýr svo sem rauðáta en einnig ljósáta, loðna, sandsíli og lirfur þessara fiska. Síldin eltir rauðátuflekki. Þegar þörungar blómstra og smákrabbadýr eins og rauðáta hafa nóg æti þá er fæða fyrir síld nánast ótakmörkuð. Þess vegna getur síldin safnast saman í stóra flekki eða torfur og er mikil fjöldi einstaklinga á litlu svæði. Það dregur úr vexti þörunga á vetrarlagi og þar með versna lífsskilyrði þeirra dýra sem síld lifir á. Síldin hefur þá minna æti en bregst við því með að safna mikilli búkfita|búkfitu og innyflamör á sumrin.
[breyta] Heimildir
- Greinin „Atlantic herring“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. júlí 2006.
- Lífríki sjávar - Síld (bæklingur frá Hafrannsóknarstofnun). Skoðað 30. júlí, 2006.