Spjall:Saga stjórnleysisstefnu
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Greinin Saga stjórnleysisstefnu er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug. |
Af hverju er þetta ekki bara hluti af greininni um Stjórnleysisstefnu? --Sterio
- Breytir ekki minnsta máli? Annars myndi ég gíska á að Herbert stefni á útvíkkun greinarinnar. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14. maí 2006 kl. 22:16 (UTC)
- Af því að þetta er að miklu leyti óviðkomandi stjórnleysisstefnu í sjálfu sér; heldur bara viðbótarupplýsingar... Odin 15. maí 2006 kl. 10:07 (UTC)
- "Stjórnleysisstefna gleymdist að miklu leyti eftir seinni heimsstyrjöld, þar sem heiminum var skipt í áhrifasvæði Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, og í stjórnmálaumræðu komst ekkert fyrir nema kapítalismi og kommúnismi – sem menn kynntu gjarnan sem baráttu milli frelsis og gerræðis.
Yfirlýstir stjórnleysingjar tóku lítinn þátt í flestum byltingum og uppreisnartilraunum sem áttu sér stað eftir heimsstyrjöldina, en allnokkrar þeirra hafa fallið mjög vel að hugmyndum þeirra; t.a.m. í Ungverjalandi árið 1956 og í París 1968."
Er þetta ekki að gera fulllítið úr hlutunum? Voru syndikalistar ekki einmitt mjög áberandi í stúdentauppreisnunum og anarkismi almennt í ýmsum minni andófstilraunum sem fylgdu í kjölfarið? (Kristjanía og hústökufólk í Kbh. t.d.) --Akigka 23. júlí 2006 kl. 23:11 (UTC)
- Þessi hluti greinarinnar þarfnast einmitt útvíkkunar. Það er e.t.v. heldur mikið sagt að syndikalistar hafi verið áberandi í stúdentauppreisnunum, en það er svosem alveg rétt að t.d. Daniel Cohn-Bendit, sem var áberandi í París titlaði sig 'marxískan anarkista' eða eitthvað viðlíka. Ég veit ekki hversu mikið Kristjanía og aðrar hústökuhreyfingar eru 'meðvitað anarkískar' heldur, þó svo að vissulega sé rétt að hugmyndirnar sem þar eru eigi margt skylt. Ég veit ekki ... á ég að setja hér inn hreyfingar og þróanir sem eru "í anda" stjórnleysisstefnu, þó þær kenni sig ekki við hana?
- Odin 18:09, 29 september 2006 (UTC)