Selfosskirkja
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Selfosskirkja er kirkja á Selfossi sem reist var á árunum 1952 til 1956. Málamiðlanir byrjuðu með því að Selfoss myndaðist innan Laugardælasóknar en þorpsbúum þótti kirkjuvegur sinn vera óþægilega langur og vildu fá sjálfstæða kirkju fyrir þorpið. Lóð undir kirkjuna fékkst nálægt Selfossbæjunum á tanga í Ölfusá árið 1942 og kirkjugarðurinn vígður 2. janúar 1945. Fyrsta skóflustungan að kirkjunni var tekin 7. júní 1952 og var mikill mannfjöldi kominn saman til að grafa fyrir grunni kirkjunnar. Sunnudaginn 25. mars 1956, Pálmasunnudag þess árs, var kirkjan síðan vígð við hátíðlega athöfn. Frá því fyrst var hugað að kirkju í hreppnum 23 árum fyrr hafði fólki í hreppnum fjölgað úr 171 í meira en 1000.
Prestur er séra Gunnar Björnsson.
[breyta] Heimild
- Árvaka Selfoss. Ritnefnd: Guðmundur Daníelsson, Haraldur H. Pétursson og Sigurfinnur Sigurðsson. Gefin út af Framkvæmdanefnd Árvöku Selfoss, 1972.