Skandinavía
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hugtakið Skandinavía hefur ekki einhlíta merkingu hvorki á íslensku né öðrum málum. Greina má milli þriggja nota:
- Skandinavía sem landafræði- og jarðfræðilegt hugtak yfir það svæði og þau lönd (Noregur og Svíþjóð) sem eru á Skandinavíuskaga.
- Skandinavía sem pólitískt og menningarlegt hugtak yfir þau samfélög sem hafa skandinavísk mál sem móðurmál, það er að segja dönsku, norsku eða sænsku.
- Á mörgum tungumálum (sérlega enskumælandi löndum) er Skandinavía notað sem samheiti yfir Norðurlönd. Það er að auk Danmörkur, Noregs og Svíþjóðar eru einnig Finnland, Ísland, Áland, Færeyjar og Grænland talin tilheyra Skandinavíu.