Finnland
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
|||||
Kjörorð: ekkert | |||||
Þjóðsöngur: Maamme/Vårt land (Vort land) | |||||
![]() |
|||||
Höfuðborg | Helsinki | ||||
Opinbert tungumál | finnska, sænska | ||||
Stjórnarfar | Lýðveldi Tarja Halonen Matti Vanhanen |
||||
Sjálfstæði Yfirlýst Viðurkennt |
Frá Rússlandi 6. desember 1917 3. janúar 1918 |
||||
Aðild að Evrópusambandinu | 1. janúar 1995 | ||||
Flatarmál |
63. sæti 337.030 km² 9,4% |
||||
Mannfjöldi • Samtals (2005) • Þéttleiki byggðar |
110. sæti 5.252.778 15/km² |
||||
VLF (KMJ) • Samtals • á mann |
áætl. 2004 152.955 millj. dala (48. sæti) 29.305 dalir (16. sæti) |
||||
Gjaldmiðill | evra € | ||||
Tímabelti | UTC+2 (UTC+3 á sumrin) | ||||
Þjóðarlén | .fi | ||||
Alþjóðlegur símakóði | 358 |
Finnland (finnska: Suomi, sænska: Finland) er eitt Norðurlandanna í norðanverðri Evrópu. Landið liggur að tveimur flóum úr Eystrasalti, Helsingjabotni í vestri og Kirjálabotni í suðri. Það á einnig landamæri að Svíþjóð í vestri, Noregi í norðri og Rússlandi í austri. Álandseyjar eru undir finnskri stjórn en njóta víðtækrar sjálfstjórnar.
Finnland er í Evrópusambandinu og er eina Norðurlandaþjóðin sem notar evrur sem gjaldmiðil.
Höfuðborg Finnlands heitir á finnsku Helsinki og sænsku Helsingfors og er einnig stærsta borg landsins. Aðrir stærstu bæir eru í stærðarröð, Espoo (á sænsku Esbo), Tampere (s. Tammerfors), Vantaa (s. Vanda), Turku (s. Åbo) og Oulu (s. Uleåborg). Espoo og Vantaa ásamt Helsinki mynda höfuðborgarsvæðið.
Efnisyfirlit |
[breyta] Opinber mál
Finnska og sænska eru bæði opinber mál í Finnlandi. Einungis um 6 % íbúanna hafa nú sænsku að móðurmáli. Hefur þeim farið ört fækkandi á síðustu öld af ýmsum ástæðum, miklum flutningi sænskumælenda til Svíþjóðar, minni fjölskyldur sænskumælenda og ekki síst að í fjölmörgum blönduðum fjölskyldum velja foreldrar að ala börnin upp einungis á finnsku. Auk finnsku og sænsku er samíska opinbert minnihlutamál.
[breyta] Saga
Samkvæmt fornleifafundum byggðist það svæði sem nú er Finnland þegar átta þúsund árum fyrir Krist, þegar íshella síðustu ísaldar hörfaði undan. Þessir fyrstu búsetar bjuggu við steinaldarmenningu og lifðu á því sem freðmýrin og sjórin gaf. Ýmsir leikmenn og fræðimenn í Finnlandi hafa leitt að því líkum að finnsk-úrgískumælandi þjóðflokkar hafi numið land þegar á steinöld.
Elstu leifar akuryrkju eru frá seinni hluta þriðja árþúsundsins fyrir Krist en veiðimennska og söfnun hélt áfram lengi enn að vera mikilvægast hluti fæðuöflunar ekki síst í austur og norðurhluta landsins [1].
Bronsöld (1500–500 f. Kr.) og járnöld (500 f. Kr. – 1200 e. Kr.) einkenndust mjög af nánum samskiptum við Skandinavíu, norðurhluta Rússlands og Eystrarsaltssvæðið. Finnar og Kvenir eru nefndir á nokkrum stöðum í rómverskum heimildum og í íslendingasögunum, þó er sennilegast að átt sé við Sama og ekki Finna. Fáeinar ritaðar heimildir um sögu Finnlands eru til frá 13. öld en það er ekki fyrr en á 14. og 15. öld sem raunveruleg rituð saga hefst.
Finnland og Svíþjóð eiga sér nærri 700 ára sameiginlega sögu. Sögur herma að upphaf þess sé krossferð undir stjórn Eiríks IX Svíakonungs sem á að hafa átt stað árið 1154. Óvíst er hvort þessi krossferð var farin eða hvort þetta er einungis sögusögn. Ritaðar heimildir eru hins vegar fyrir því að Finnland var hluti af ríki Birgis jarls þegar krossferð var gerð þangað 1249.

Sænska var ráðandi meðfram allri strandlegjunni og stórum hluta suður Finnlands allt fram undir lok 19. aldar og var þar að auki tungumál yfirvalda og menntunar. Lengi var ekki það sem nú er Finnland skilgreint sem sérstakt svæði innan sænska ríkisins, frekar var að miðhluti Svíþjóð og suðurhluti Finnlands voru álitið sameiginlegt meginsvæði ríkisins enda voru samgöngur sjóleiðina mun auðveldari en yfir land. Sænskir kóngar leituðu eftir að flytja landamæri ríkisins allt lengra austur á bóginn og voru meir og minna stöðugar erjur við Rússa gegnum aldirnar af þeim sökum. Á 18. öld snérust leikar og rússneskur her hertók nánast allt það sem nú er Finnland tvisvar (1714–1721 og svo aftur 1742–1743). Upp frá þessu fer hugtakið "Finnland" að eiga við allt landsvæðið frá Helsingjaflóa að rússnesku landamærunum bæði í umræðum innan sænska ríkisins og í Rússlandi. Suðurhluti Finnlands, það sem áður hafði verið kallað Finnland, fékk nú nafnið Hið eiginlega Finnland (Egentliga Finland á sænsku, Varsinais-Suomi á finnsku) og heitir svo enn.
Árið 1808 hertók rússneskur her Finnland og Svíar neyddust til að afsala sér yfirráðarétti yfir því. Finnland varð sjálfstjórnarsvæði, Stórfurstadæmið Finnland, innan rússnseska keisardæmisins allt fram til 1917. Alexander I, Rússlandskeisari, varð fyrsti stórfursti Finnlands. Smám saman fékk finnskan mikilvægara hlutverk í opinberu lífi, upphaflega sem hluti af rússneskri viðleitni að draga úr sambandinu við sænska menningu og menningarhefð en meir og meir sem hluti af finnskri þjóðernishreyfingu. Mikilvægt skref var söfnun og úgáfa sagnaverksins Kalevala árið 1835 og ekki síður þegar finnska var gerð jafnrétthá sænsku sem opinbert mál 1892. Finnsk ritmenning hófst á fyrrihluta 19. aldar og voru það ekki síst sænskumælandi menntamenn sem stóðu fremst í að bygga þetta nýja ritmál, m.a. með slagorðinu: "Svenskar äro vi icke, ryssar vilja vi icke vara, låt oss bli finnar".
Fljótlega eftir byltingu bolsévíka í Rússlandi lýsti Finnska þingið yfir sjálfstæði Finnlands, hinn 6. desember 1917. Bolsévíkastjórnin viðurkenndi sjálfstæðið en í Finnlandi braust út blóðug borgarstyrjöld 1918 í kjölfar baráttu "hvítra" og "rauðra" í Rússlandi. Í Finnlandi endaði styrjöldin með sigri þeirra "hvítu".
Frá síðslokum og fram undir miðjann fjórða áratug voru tengsl Finnlands og Sovétríkjanna nokkurn vegin hlutlaus. Sovétríkin kröfðust, 1939, talsverðra landsvæða af Finnlandi sem ekki var gengist við og hóf þá sovétherinn það sem nefnt er Finnska vetrarstríðið með innrás í Finnland.
Mikil hemdarhugur var í mörgum Finnum eftir lok vetrarstíðsins 1940 og Finnland tengdist allt nánar Þýskalandi undir stjórn nazista. Ásamt Þjóðverjum réðist Finnland á Sovétríkin 1941 í því sem nefnt er Operation Barbarossa. Eftir stríði neyddust Finnar til að ganga að hörðum kröfum Sovétríkjanna.
Tímabilið frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar fram að upplausn Sovétríkjanna einkenndist af hlutleysi Finnlands í alþjóðamálum og nánu samstarfi við grannann í austri. Þótti mörgum nóg um undirgefi og varð til úr þessu alþjóðlega hugtakið "finlandisering".
Finnland fékk inngöngu í Evrópusambandið árið 1995 um leið og Svíþjóð og Austurríki og er eina Norðurlandið sem hefur tekið upp evru sem gjaldmiðil.
[breyta] Landlýsing
Í suðri liggur Finnland að Finnska flóanum og Eystrarsalti. Í vestur að Álandshafi og Helsingjaflóa. Landamæri eru í norðri við Svíþjóð og Noreg og í austur við Rússland.
Finnland er oft á tíðum nefnt „þúsundvatnalandið“ vegna aragrúa vatna, sérlega í suðausturhluta landsins. Í Austurbotni og meðfram strandlengjunni hagar öðruvísi við, ekki síst vegna landhækkunnar – landslagið þar einkennist af miklu skógi þöktu flatlendi.
[breyta] Ítarefni
Undir yfirráðum annarra ríkja: Álandseyjar · Færeyjar · Gíbraltar · Guernsey · Jersey · Mön · Svalbarði