Skarðshreppur (Skagafjarðarsýslu)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skarðshreppur var hreppur vestan til í Skagafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Skarð undir Tindastóli.
Hreppurinn varð til ásamt Sauðárkrókshreppi árið 1907 þegar Sauðárhreppi var skipt í tvennt. Í Skarðshreppi voru þrjár sveitir: Yst er Reykjaströnd, undir Tindastól austanverðum. Þá eru Gönguskörð, fjalldalir sunnan Tindastóls og loks Borgarsveit, byggðarlagið sunnan Sauðárkróks.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist Skarðshreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Staðarhreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.