Spjall:Skjal ehf.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Tillaga um eyðingu
Er þetta ekki bara hrein og klár auglýsing? --Mói 16:01, 15 ágúst 2006 (UTC)
Ég get ekki séð betur en þetta auglýsing og algjörlega á skjön við það sem Wikipedia stendur fyrir. Mér finnst að þessi síða eigi að fara, amk. alls ekki að vera svona. Þið sem vitið betur um reglur Wikipedia endilega tjáið ykkur --Salvör Gissurardóttir 16:32, 15 ágúst 2006 (UTC)
- Mér finnst að það eigi að eyða þessari grein og mun gera það ef enginn mótmælir eða þá verður á undan mér til þess áður en þessi dagur er allur. --Mói 16:44, 15 ágúst 2006 (UTC)
- Jú, sennilega er greinin skrifuð í auglýsingaskyni, enda nánast örugglega frá einhverjum tengdum fyrirtækinu komin. Við höfum ekki fengið margar greinar um fyrirtæki enn þá, svo að ef til vill verður til fordæmi hér (tvímælalaust ef greininnni er haldið og sennilega ef henni er eytt). Þess vegna ætla ég núna að vera devil's advocate (tek það fram að ég hef engin tengsl við þetta fyrirtæki, var að frétta af því fyrst núna). Hér er vandinn: Það mætti halda því fram að upplýsingarnar séu sannreynanlegar og ekki frumrannsóknir, því þær hafa birst áður á vefsíðu fyrirtækisins (slík vefsíða gæti í sumum tilfellum verið ásættanleg heimild um starfsemi og sögu fyrirtækisins, rétt eins og starfsferilsskrá manns á hans eigin heimasíðu getur verið ásættanleg heimild um fyrri störf hans). Og greinin er alla vega ekki svo hlutdræg að henni sé ekki viðbjargandi. Þetta eru nú meginreglurnar. Þá vakna bara spurningar um markverðugleika. Á ensku er alls ekki loku fyrir það skotið að fyrirtæki geti verið markvert efni. Það má spyrja ýmissa spurninga til að átta sig betur á því. Er þetta stærsta fyrirtækið á sínum markaði eða í ráðandi markaðsstöðu? Í þessu tilviki, já. Stenst greinin stubbaprófið (getur hún nokkurn tímann orðið eitthvað annað en stubbur)? Í þessu tilviki, já (hún er a.m.k. jafnlöng og margar greinar í Íslensku alfræðiorðabókinni Arnar og Örlygs). Hvað með hundrað ára prófið: (a) verða þessar upplýsingar áhugaverðar og upplýsandi eftir hundrað ár (gefum okkur að starfsemin leggist niður og greinin breytist ekkert)? Sennilega, já. (b) Myndu þessar upplýsingar um fyrirtæki fyrir hundrað árum síðan vera áhugaverð og upplýsandi lesning sem á heima í alfræðiriti? Já, mjög sennilega. Eini vandinn sem ég sé er að það kann að vera skortur á sannreynanlegum upplýsingum og áreiðanlegum heimildum öðrum en frá fyrirtækinu sjálfu (sem hafa auðvitað bara takmarkað gildi eins og um starfsmannafjölda o.s.frv.). Það mætti hafa þetta í huga og gleymum ekki að fyrr eða síðar koma fleiri greinar um hverskyns fyrirtæki. En ok, þetta er það sem ég hafði að segja. Ég er ekki að segja að það eigi ekki að eyða greininni eða að það eigi að gera það. Hef bara áhuga á hugsanlegu fordæmisgildi. --Cessator 17:40, 15 ágúst 2006 (UTC)
- Breytingarárekstur! Jæja, allavega Cessator sagði nokkurnvegin það sem ég ætlaði að segja og meira til. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:46, 15 ágúst 2006 (UTC)
- Orðið skjal er algengt orð í íslensku. Það dregur mjög úr trúverðugleika wikipedia ef þú gúgglar skjal og lendir á einhverri auglýsingasíðu. Það er ekkert að því að það séu greinar um fyrirtæki á wikipedia, sérstaklega fyrirtæki sem eru áhugaverð m.a. út af sögu eða eðli þeirrar iðju sem þau stunda. Sennilega hefur enska wikipedia einhverjar reglur um fyrirtæki, þetta hlýtur að hafa komið upp þar. Ef engar reglur eru til þá finnst mér t.d. um Ísland mætti gilda reglur um að hafa eingöngu stærstu fyrirtæki eða fyrirtæki sem eru stærsti atvinnurekandinn í byggðalagi og svo fyrirtæki sem eru hætt rekstri (sögulegt efni). Eins gæti verið regla að hafa ekki tengil í vefsíðu fyrirtækisins ef grunsemd er að þetta sé auglýsing. Ég vil reyndar líka nefna að það eru margar greinar um hljómsveitir sem eru svona lítt dulbúnar auglýsingar og sennilega munu koma greinar um fólk sem eitthvað er áberandi t.d. stjórnmálamenn. Wikipedia hefur einsett sér að taka til í "living biographies" þ.e. setja betri reglur um æviágrip fólks sem ennþá er á lífi. Mér finnst við ættum líka að hafa einhverja reglu um bílskúrsbönd og rappara í Vesturbænum sem eru að plögga sjálfan sig. --Salvör Gissurardóttir 18:21, 15 ágúst 2006 (UTC)
- Ég er sammála því að þetta á ekki að vera aðalmerking orðsins „skjal“ í alfræðiritinu. Á ensku er oft (en ekki eingöngu) miðað við að fyrirtæki séu skráð í kauphöllina. Það mætti segja sem svo að öll fyrirtæki sem eru skráð í kauphöllina hér séu gjaldgeng en það þarf að halda því opnu, eins og þú segir, hvort önnur fyrirtæki geti líka átt erindi i ritið. Hvað varðar rappara í vesturbænum, þá sér sannreynanleikareglan um þá flesta (eða gæti gert það með hjálp stubbaprófsins ef stuðst er við það) en e.t.v. mætti líka taka upp þá þumalfingursreglu af ensku að tónlistarmenn hafi gefið út a.m.k. tvær plötur hjá útgáfufyrirtæki sem er ekki á þeirra eigin vegum. --Cessator 18:32, 15 ágúst 2006 (UTC)
- Skráning í Kauphöllina getur ekki verið kritería fyrir íslensk fyrirtæki, þar sem eiginlega engin þeirra eru skráð. Jafnvel ekki gamalgróin fyrirtæki með mikla og merkilega sögu. Ætti þá að eyða greininni Mjólkursamsalan? Ég fæ annars ekkert séð í þessari grein eins og er sem ætti síður heima hér en t.d. í greininni Icelandair... --Akigka 18:35, 15 ágúst 2006 (UTC)
- Bara til áréttingar: Ég er ekki að segja að Mjólkursamsalan eigi ekki erindi í ritið af því að hún er ekki skráð í kauphöllina, heldur bara það að í það minnsta þau fyrirtæki sem eru skráð í kauphöllina hljóta að vera gjaldgeng. Svo fer það eftir fyrirtækinu í öðrum tilfellum. Mjólkursamsalan já, söluturninn Bárðarsælgæti... eða bara einhver sjoppa sennilega ekki. Með öðrum orðum getur kauphöllin verið krítería til að hleypa efni að en ekki til að halda því frá. --Cessator 18:52, 15 ágúst 2006 (UTC)
- Auðvitað. Ég var fullfljótur á mér að gagnrýna þarna. Vildi bara kannski koma því að að kauphöll Íslands er ekki (ennþá alla vega) alveg sambærileg mælistika við Wall Street. Þú telur líka upp ákveðin viðmið til að meta markverðugleika sem ég sé ekki betur en geti nýst ágætlega til að leysa farsællega úr því hvað á að fara inn og hvað út. --Akigka 20:01, 15 ágúst 2006 (UTC)
- Bara til áréttingar: Ég er ekki að segja að Mjólkursamsalan eigi ekki erindi í ritið af því að hún er ekki skráð í kauphöllina, heldur bara það að í það minnsta þau fyrirtæki sem eru skráð í kauphöllina hljóta að vera gjaldgeng. Svo fer það eftir fyrirtækinu í öðrum tilfellum. Mjólkursamsalan já, söluturninn Bárðarsælgæti... eða bara einhver sjoppa sennilega ekki. Með öðrum orðum getur kauphöllin verið krítería til að hleypa efni að en ekki til að halda því frá. --Cessator 18:52, 15 ágúst 2006 (UTC)
- Skráning í Kauphöllina getur ekki verið kritería fyrir íslensk fyrirtæki, þar sem eiginlega engin þeirra eru skráð. Jafnvel ekki gamalgróin fyrirtæki með mikla og merkilega sögu. Ætti þá að eyða greininni Mjólkursamsalan? Ég fæ annars ekkert séð í þessari grein eins og er sem ætti síður heima hér en t.d. í greininni Icelandair... --Akigka 18:35, 15 ágúst 2006 (UTC)
- Ég er sammála því að þetta á ekki að vera aðalmerking orðsins „skjal“ í alfræðiritinu. Á ensku er oft (en ekki eingöngu) miðað við að fyrirtæki séu skráð í kauphöllina. Það mætti segja sem svo að öll fyrirtæki sem eru skráð í kauphöllina hér séu gjaldgeng en það þarf að halda því opnu, eins og þú segir, hvort önnur fyrirtæki geti líka átt erindi i ritið. Hvað varðar rappara í vesturbænum, þá sér sannreynanleikareglan um þá flesta (eða gæti gert það með hjálp stubbaprófsins ef stuðst er við það) en e.t.v. mætti líka taka upp þá þumalfingursreglu af ensku að tónlistarmenn hafi gefið út a.m.k. tvær plötur hjá útgáfufyrirtæki sem er ekki á þeirra eigin vegum. --Cessator 18:32, 15 ágúst 2006 (UTC)
Ég styð allavega það að færa þetta yfir á Skjal (fyrirtæki) --Heiða María 18:23, 15 ágúst 2006 (UTC)
Nafn greinarinnar er sjálfsagt minnsta málið, ég færði þetta yfir á Skjal ehf. Fyrirtæki geta ótvírætt verið nógu merkileg til að verðskulda greinar en einhver mörk verður að setja. Það eru reyndar nokkrar greinar svipaðar þessari sem hafa verið hér í nokkurn tíma þannig að kannski má segja að það sé eitthvað fordæmi til staðar nú þegar. Sjá t.d. Atómstöðin/Núlleinn, Auglýsingastofa Reykjavíkur, Gæðamiðlun, Miðheimar, Origo, Vefstofan, Sjá (fyrirtæki) og Kjalar ehf. Þessi tiltekna grein finnst mér ekki slæm, ég fæ til dæmis ekki séð að hún sé hlutdræg á nokkurn hátt. Það er hinsvegar alltaf spurningin með sannreynanleikann, hvað varðar hljómsveitir held ég að það sé komin sátt um þá lágmarkskröfu að tiltekin hljómsveit verði að hafa hlotið einhverja umfjöllun á óháðum vettvangi (semsagt fyrir utan eigin heimasíðu, aðdáendasíður eða blogg). Kannski má stinga upp á einhverju svipuðu hvað fyrirtæki varðar, þ.e. að maður verði að geta nálgast upplýsingar um viðkomandi fyrirtæki á öðrum stöðum en á heimasíðu viðkomandi fyrirtækis. --Bjarki 19:02, 15 ágúst 2006 (UTC)
Hér hafa orðið góðar umræður um þetta mál, eins og ég reyndar þóttist sjá fyrir. Ég verða að viðurkenna að ýmsir málsvarar myrkrahöfðingjans sem hér hafa talað hafa nokkuð til síns máls. Mér finnst flutningur greinarinnar yfir á Skjal ehf vera til mikilla bóta. Þá er fyrirsögnin Skjal allavega laus fyrir umfjöllun um þá skrifuðu löggerninga, sem almennt ganga undir slíku nafni og reyndar þarf ekki endilega löggerning til. En þá vakna spurningar um hinar fyrirtækjagreinarnar, sem komnar eru inn í wp, eigum við ekki að gera samsvarandi breytingar á þeim og bæta ehf, hf eða hvað það nú kann að vera við það sem fyrir er? Ég fullyrði það, að allar svona fyrirtækjagreinar (jæja kannski ekki ALLAR) eru ekkert annað en auglýsingar. Sumar hafa sterkt sögulegt samhengi eins og til dæmis Eimskip. En Skjal hefur það sko engan veginn. Eins og málum er nú háttað mun ég ekki eyða greininni, enda hlýtur það greinilega ekki ákveðinn stuðning, menn eru beggja blands í þessu eins og ég reyndar var í upphafi, því annars hefði ég eytt þessu strax. --Mói 20:09, 15 ágúst 2006 (UTC)
- Hver einasta grein um bók, hljómplötur eða fólk sem hagnast á frægð sinni er (óbein) auglýsing. Þetta er ekkert sem ætti að koma á óvart eða fara í taugarnar á okkur ;-) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:42, 15 ágúst 2006 (UTC)
- Eðli málsins vegna er hægt að líta á allt sem fjallar um eitthvað sem er til sem auglýsingu. Smáralind, Morgunblaðið og Vestmannaeyjar eru dæmi um fyrirbæri sem geta hugsanlega komið til með að hagnast sökum skrifa okkar hér. Það er engin leið að koma í veg fyrir það. Nema að við ætlum að koma með þá nýjung í Wikipedia að fjalla bara um hluti sem ekki eru til (lengur) eða áþreifanlegir, þá verðum við kommarnir hérna bara að sætta okkur við að Wikipedia er alveg sæmilega sniðugt markaðssetningartól. Svo lengi sem að greinarnar fylgja þeim reglum sem við höfum gefið okkur sem máttarstolpa og frumsendur, þá er afskaplega lítið sem við getum, eða eigum, að gera. --Smári McCarthy 10:13, 16 ágúst 2006 (UTC)