Skjal ehf.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gerð: | Þýðingastofa |
---|---|
Stofnað: | 17. júní, 2000 |
Staðsetning: | Hverfisgötu 4-6a |
Lykilmenn: | Bogi Örn Emilsson, framkvæmdastjóri |
Starfsemi: | þýðingar og prófarkalestur |
Vefslóð: | http://www.skjal.is/ |
Skjal ehf. er stærsta þýðingastofa Íslands, með 13 fastráðna starfsmenn og nokkra tugi verktaka í vinnu. Skjal var stofnað þann 17. júní árið 2000 af þremur einstaklingum með það að markmiði að veita fyrirtækjum og einstaklingum þýðingaþjónustu. Síðar sama ár opnaði fyrirtækið vefsíðu sem bauð upp á þá nýjung að gera viðskiptavinum það kleift að senda verk til þýðingar um internetið.
Upphaflegt viðskiptamódel var að vinna með lítinn kjarna fastráðinna þýðenda og stóran verktakagrunn þar sem áherslan átti að vera á að finna rétta fólkið fyrir hvert verk, byggt á bakgrunni viðkomandi. Fljótlega þróaðist fyrirtækið þó fremur út í að vera þýðingastofa með fastráðna þýðendur sem studdist við verktaka fyrir stærri og stundum sérhæfðari verk.
Skjal vinnur með þýðingar á og úr 13 tungumálum, auk þess að styðjast við verktaka fyrir önnur tungumál.
Upphaflega var fyrirtækið til húsa að Laugavegi 66 en fluttist árið 2004 að Hverfisgötu 4-6a, þar sem það er enn í dag.
Tungumál sem fyrirtækið þýðir á og úr: íslenska, enska, danska, sænska, norska, þýska, franska, finnska, færeyska, hollenska, spænska, portúgalska, ítalska, rússneska, litháíska og lettneska.
[breyta] Tenglar
- Heimasíða fyrirtækisins á íslensku: www.skjal.is
- Heimasíða fyrirtækisins á ensku: www.skjal.com