Smástirni
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Smástirni eru tiltölulega lítil berg- og málmkennd geimfyrirbæri í sólkerfinu, sem hafa ekki halastjörnuvirkni og eru of smá til að geta talist til reikistjarna. Þvermál smástirna er innan við 1000 km. Vesta er þriðja stærsta smástirnið, um 540 km í þvermál og hið eina sem sést berum augum; fannst 1807.
[breyta] Fyrstu smástirnin uppgötvuð
Stærð smástirna er mjög mismunandi. Milli brauta Mars og Júpíters eru þúsundir smástirna (asteroids) sem fara umhverfis sólina á 4-5 jarðarárum að meðaltali. Ekki er nákvæmlega vitað um hve stór þau minnstu eru, en talið er að mikill fjöldi þeirra sé undir 1 km í þvermál. Stærsta smástirnið er er 785 km í þvermál og hefur verið gefið nafnið Ceres.
Það var ekki fyrr en árið 1801 að fyrsta smástirnið fannst og þá ekki fyrr en eftir töluverða leit (vísbendingar höfðu gefið til kynna að milli Mars og Júpíters væri einhver himinhnöttur á sveimi; stjörnufræðingar héldu fyrst að hér væri um plánetu að ræða).
Stuttu eftir þennan fund, þegar verið var að skyggnast eftir þessum nýfundna himinhnetti fannst svo annar slíkur hnöttur, alveg óvænt. Eftir þennan fund brunnu stjörnufræðingar um allan heim í skinninu eftir að finna nýja hnetti milli brauta Mars og Júpíters. Sá næsti fannst 1804. Eftir þetta komust stjörnufræðingar smám saman að þeirri niðurstöðu að hér væri um smástirni að ræða.
[breyta] Fleiri smástirni finnast
Fjórða smástirnið fannst þremur árum síðar, 1807. Það fimmta fannst ekki fyrr en árið 1845 af þýskum áhugamanni sem sagt er að hafi veirð búinn að leita í fimmtán ár að smástirni. Árið 1847 fundust svo þrjú smástirni en síðan hafa þau fundist á hverju ári og fjölmörg sum árin sem sést á því að núna hafa fundist yfir 3000 smástirni (öll milli brauta Mars og Júpíters). Sumir stjörnufræðingar áætla fjölda smástirna á braut milli Mars og Júpíters séu allt að 50 þúsund.
Brautir mjög margra þeirra hafa verið ákvarðaðar með útreikningum. Sumar þessara brauta eru nærri hringlaga en aðrar mjög sporöskjulega með sólina sem annan brennipunkt.
[breyta] Lögun smástirna
Álitið er að flest smástirni séu ekki hnattlaga eins og pláneturnar og tungl þeirra, heldur frekar óregluleg að lögun.