Stílbragð
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stílbragð er hvers konar frávik frá einfaldri málnotkun, sérstaklega óeiginleg notkun orða eða óvenjuleg setningauppbygging. Markmið stílbragða er að leggja áherslu á tiltekin atriði, hafa ákveðin áhrif á lesendur eða að ljá texta ákveðinn blæ.
Í klassískri mælskufræði er stílbrögðum skipt í tvo flokka sem á latínu nefnast tropi (eintala tropus) og figurae (eintala figura). Tropus er stílbragð þar sem einstöku orði er beitt í óeiginlegri merkingu en figura felur í sér að fleiri en eitt orð komi við sögu. Þessir tveir meginflokkar eiga sér síðan sæg undirflokka og skulu nokkrir nefndir.
[breyta] Figurae
- Innrím
- Íronía
- Klifun
- Krossbrögð
- Ræðuspurning
- Stuðlasetning
- Táknsaga
- Viðlíking
[breyta] Tropi
- Meðskilningur
- Myndhverfing
- Nafnskipti
- Persónugerving
- Skrauthvörf
- Úrdráttur
- Ýkjur
- Þversögn
[breyta] Heimildir
- Jakob Benediktsson (1983). Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands.
- Greinin „Figure of speech“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. desember 2006.
- Greinin „Figur“ á bókmáls-norsku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. desember 2006.
- Greinin „Trope“ á bókmáls-norsku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. desember 2006.