Ýkjur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ýkjur (forngríska: ὑπερβολή, hyperbolē) eru stílbragð sem felst í að notað er öfgafullt orðalag sem ekki stenst í bókstaflegri merkingu. Ýkjur koma víða fyrir í bókmenntum allra tíma, ýmist í háði eða til áhersluauka. Eftirfarandi dæmi er úr Makbeð eftir William Shakespeare.
- Fær allt haf Neptúns þvegið þetta blóð
- af hendi mér? Nei, höndin sú mun fremur
- blóðlita gjörvöll úthafs óradjúp,
- unz allt grænt verður rautt.[1]
Mörg dæmi um ýkjur má finna í daglegu máli, til dæmis að einhver sé hvítur eins og snjór.
[breyta] Tilvísanir
- ↑ Makbeð 2.2, þýðing Helga Hálfdanarsonar.
[breyta] Heimildir
- Jakob Benediktsson (1983). Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands.
- Greinin „Hyperbole“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. desember 2006.