Stafrænt myndasnið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stafrænt myndasnið er, eins og nafnið gefur nokkuð vel til kynna, myndir á tölvutæku formi. Til eru nokkuð margar tegundir af tölvumyndum og algengustu tegundirnar eru Bitmap tegundirnar BMP, GIF, PNG og JPEG.
[breyta] Algengar tegundir
BMP (bitmap) er yfirleitt óþjappað form og styður liti uppí 16,7 milljón liti (24-bita) og eru því myndirnar oft mjög stórar. Til dæmis er 800x600 24-bita mynd næstum 1,4mb að stærð og því er BMP formið mjög óhentugt fyrir internetið. Þess má geta að Microsoft Windows notar BMP í alla sína grafík.
GIF (Graphics Interchange Format) er þjappað form og notast við Lempel-Ziv-Welch algoritman við þjöppunina og er 8-bita. Hægt er að búa til hreyfimyndir með GIF forminu og notast það við 256 liti sem teknir eru úr 24-bita litaspjaldi, og getur hver rammi notast við sitt eigið litaval úr 24-bita litaspjaldinu. Einnig geta GIF myndir verið með gegnsæjan bakgrunn. GIF myndir eru mjög litlar og henta því vel á netið, þá sérstaklega í grafík, hreyfimyndir og tölvuteiknaðar myndir.
PNG (Portable Network Graphics) er form sem hannað var til að taka við af GIF. PNG hefur alla eiginleika sem GIF myndir hafa fyrir utan að PNG styður ekki hreyfimyndir. Það sem PNG hefur fram yfir GIF er sérstaklega litafjöldinn (24-bita) og betri þjöppunar algoritma (Lossless data compression). PNG hentar betur til fyrir grafík sem ætluð er fyrir internetið þar sem að PNG heldur skýrleikanum á tölvuteiknuðum myndum. PNG getur orðið allt að 10 sinnum stærri en JPEG og hentar því illa fyrir ljósmyndir.
JPEG (Joint Photographic Experts Group) er þjappað myndaform sem að hentar einstaklega vel við að gefa út stafrænar ljósmyndir á internetið og er JPEG lang mest notað til þess. JPEG notar þjöppunaraðferð (Lossy compression) sem að gerir það að verkum að myndin verður ekki eins skýr, sést það aðallega ef myndin er stækkuð.
Þessar tegundir sem að ofan eru nefndar eiga allar það sameiginlegt að vera gerðar úr punktum (Raster graphics) og því ef það er súmmað inn þá sjást litlir einlitir kassar sem byggja upp myndina. Til er önnur tegund af myndum sem notast ekki við þessa tækni, í stað þess notar hún vektora (Vector graphics) þá er myndin uppbyggð á stærðfræðijöfnum. Dæmi um þetta er Scalable Vector Graphics (SVG). Þetta þýðir að ef þysjað er inn þá eru allar línur jafn skýrar og ekki sjást þessir kassar sem byggja upp hina tegundina af myndum.
[breyta] Heimildir
- Greinin „GIF“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. mars 2007.
- Greinin „PNG“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. mars 2007.
- Greinin „JPEG“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. mars 2007.
- Greinin „Windows and OS/2 bitmap“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. mars 2007.
- Greinin „Graphics file format summary“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. mars 2007.
- Greinin „Raster graphics“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. mars 2007.
- Greinin „Vector graphics“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. mars 2007.
- Greinin „Scalable Vector Graphics“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. mars 2007.