Tómas af Aquino
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heilagur Tómas af Aquino eða Tómas frá Akvínó (um 1225 – 7. mars 1274) var ítalskur guðfræðingur og skólaspekingur. Hann er fremstur hinna eldri stuðningsmanna náttúruguðfræði með tilvísun til Aristótelesar og upphafsmaður tómíska skólans í heimspeki sem lengi var helsta heimspekilega nálgun kaþólsku kirkjunnar. Hann er einn kirkjufræðaranna þrjátíu og níu.