Túlkur (tölvunarfræði)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Til að lesa greinina um túlk sem þýðir tungumál má skoða Túlkur (starf).
Túlkur er forrit sem keyrir önnur forrit. Þetta er andstæða þýðanda sem keyrir ekki forritið sem sett er inn, heldur þýðir það yfir á annað tungumál, sem er oftast keyrsluhæft vélamál og er vistað í skrá fyrir seinni tíma keyrslu sem sjálfstæð eining. Forrit sem skrifað er fyrir túlk þarf því alltaf á túlkinum að halda til að keyra, en forrit sem er þýtt er óháð þýðandanum. Það getur verið mögulegt að keyra sama forritskóðann hvort sem er með túlki eða með því að þýða það og keyra síðan vélarmálið.
Það tekur lengri tíma að keyra forrit með túlki en að keyra þýddan kóða, en það tekur minni tíma að túlka hann, en að þýða kóðann og síðan keyra hann. Túlkun er sérstaklega mikilvæg þegar verið er að gera frumgerðir, þar sem breyta-túlka-villuleita hringurinn er oft mun styttri heldur enn breyta-þýða-villuleita hringurinn er.
Túlkun kóða er hægari en keyrsla á þýddum kóða vegna þess að túlkurinn verður að brjóta niður og greina hvert skipun í forritinu í hvert skipti sem hann er keyrður og framkvæma umbeðnar aðgerðir á meðan þýddi kóðinn framkvæmir aðeins aðgerðirnar. Aðgangur að breytum er líka hægari í túlkun vegna að kortlagning á vísunum í geymsluúrræði eru gerðar aftur og aftur á keyrslutíma í stað þess að leyst sé úr því við þýðingu.
[breyta] Heimildir
- Greinin „Interpreter (computing)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. mars 2006.