Tanganjika
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tanganjika var ríki í Austur-Afríku innan Breska samveldisins, og hét í höfuðið á Tanganjikavatni sem myndaði vesturlandamæri þess. Það var hluti af nýlendunni Þýsku Austur-Afríku þar til Bretar lögðu hana undir sig í Fyrri heimsstyrjöldinni. Þeir stýrðu svo landinu þar til það fékk sjálfstæði 9. desember 1961. Árið 1964 sameinaðist það Sansibar í ríkinu Tansaníu.