Wiktionary
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wiktionary er eitt af verkefnum Wikimedia-stofnunarinnar og systurverkefni Wikipediu. Hlutverk hennar er að vera fjöltyngd orðabók svo hún virkar bæði sem venjuleg orðabók og til þýðinga milli tungumála. Hún er þar að auki wiki, sem þýðir að notendur geta breytt henni og bætt við að vild. Fyrsta Wiktionary var á ensku og stofnuð 12. desember 2002 en þær fyrstu á öðrum tungumálum voru á frönsku og pólsku stofnaðar 29. mars 2004. Á ensku eru greinarnar orðnar tæplega 80.000, en fæstar eru þó svo stórar, til dæmis hefur sú íslenska aðeins 24 (þann 20. júlí 2005)..