Windows XP
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Windows XP er nafn á línu stýrikerfa frá Microsoft fyrir heima- og skrifstofunotkun, bókstafirnir XP standa fyrir experience. Windows XP fékk þróunarnafnið Whistler og er fyrsta notendavæna stýrikerfið frá Microsoft byggt á NT kjarnanum. Microsoft sendi Windows XP frá sér þann 25. október 2001 og árið 2006 er það talið eitt vinsælasta stýrikerfi á markaðnum þar sem um 400 milljónir leyfa hafa verið seldar.
Þær útgáfur sem mest eru notaðar eru Windows XP Home Edition, sem ætlað er hinum almenna notanda og Windows XP Professional, sem styður tengingar við Windows netkerfi og er hugsað fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Windows XP Media Center Edition samanstendur af Windows XP Professional auk bætts stuðnings við margmiðlun.
Tvær 64ra bita útgáfur af Windows XP komu einnig út, Windows XP 64-bit Edition og Windows XP Professional x64 Edition. Þessar útgáfur voru hannaðar fyrir 64ra bita örgjörva.