Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, skammstafað ÖSE, er alþjóðastofnun sem var stofnuð árið 1973 sem CSCE (Ráðstefna um öryggi og samvinnu í Evrópu) en nafninu var breytt árið 1990 og verkefnin endurskilgreind í kjölfar hruns kommúnismans. 56 ríki frá Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku eiga aðild að stofnuninni. Tilgangur stofnunarinnar er að koma í veg fyrir vopnuð átök, stjórnun neyðarástands og enduruppbygging á átakasvæðum.
Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Vínarborg í Austurríki.