Abel Tasman
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Abel Janszoon Tasman (1603 – október 1659) var hollenskur landkönnuður, þekktastur fyrir leiðangra sína austurleiðina til Kyrrahafsins árin 1642 og 1644, í þjónustu Hollenska Austur-Indíafélagsins. Þetta voru fyrstu ferðir Evrópumanna til eyjanna Van Diemenslands (sem nú heitir Tasmanía) og Nýja-Sjálands. Hann kortlagði einnig stóra hluta Ástralíu. Hlutverk hans var að kanna Nýja-Holland (Ástralíu) og sjá hvort það væri hluti stóra meginlandsins Terra australis incognita („óþekkt land í suðri“) sem menn töldu að væri til. Austur-Indíafélagið vonaði að hann myndi þannig uppgötva nýtt, áður óþekkt meginland, og náttúruauðlindir þess.
Nafni Tasmans hefur verið haldið á lofti í ýmsum örnefnum:
- Eyjan Tasmanía og örnefni þar eins og
- Tasmanskagi
- Tasmanbrúin
- Tasman-hraðbrautin
- Tasmanhaf
- Tasmanjökull og Abel Tasman-þjóðgarðurinn á Nýja-Sjálandi.