Alþjóða kjarnorkumálastofnunin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alþjóða kjarnorkumálastofnunin (IAEA) er alþjóðastofnun innan Sameinuðu þjóðanna sem var stofnuð 29. júlí 1957 til að stuðla að friðsamlegri notkun kjarnorku og koma í veg fyrir notkun hennar í hernaðarlegum tilgangi. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Vínarborg í Austurríki.