Delfí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Delfí (gríska: Δελφοί Delfoi) er borg á hásléttu á Parnassosfjalli í Grikklandi. Í fornöld var borgin einkum þekkt sem staðurinn þar sem hægt var að ráðgast við véfrétt Appollons í hofi hans og þar sem Omfalos „nafli heimsins“ var geymdur.
Píþó var hofið í Delfum nefnt. Spádísin í Píþó (einnig nefnt Delfahof) hét Föba og var hún dóttir Jarðar. Hún sat á þrífættu hásæti og sá fram í tímann eða spáði fyrir honum með óræðum textum.
Fórnarnautið í Delfí nefndist Hósíóter: það var ekki einungis hosios, heilagt, heldur hosíóter, sá sem helgar. Helgunina öðluðust menn með því að snerta það.