Flaska
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Flaska er lítið ílát með háls sem er mjórri en meginhlutinn auk ops efst á hálsinum sem er oftast hringlaga og er oft lokað með tappa. Flöskur eru oftast gerðar úr gleri, plasti eða áli og eru venjulega notaðar til að geyma vökva t.d. vatn, mjólk, gosdrykki, vín, eldsneyti o.s.f.