Guillaume François Antoine l'Hôpital
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Guillaume François Antoine, Marquis de l'Hôpital (1661 – 1704) var franskur stærðfræðingur. Hann skrifaði fyrstu kennslubókina um diffrun og örsmæðareikning og var hún ásamt annarri sem hann skrifaði um hnitarúmfræði (analytic geometry) notuð til kennslu í heila öld, eða lungann úr 18. öldinni. Í fyrri bókinni er regla l'Hôpitals, sem vitað er að er komin frá Johann Bernoulli (Jean Bernoulli), en hann sendi greifanum ýmsar uppgötvanir sínar í skiptum fyrir fjárhagslegan stuðning.