Hómer
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hómer (gríska: Ὅμηρος Hómēros) er goðsagnakennt skáld sem á að hafa verið uppi í Grikklandi á 8. öld f.Kr. Honum eru eignuð meðal annars sagnakvæðin Ilíonskviða og Ódysseifskviða. Venjan er að telja hann hafa fæðst í Jóníu og einnig átti hann að vera blindur. Að öðru leyti er ekkert vitað um Hómer og kvæðin sem honum eru eignuð hafa líklega mótast um langan aldur í munnlegri geymd.
[breyta] Tengill
- Vísindavefurinn: „Hver var Hómer og eru til einhverjar traustar heimildir um hann?“
- Vísindavefurinn: „Um hvað fjalla Hómerskviður?“