Lerkisveppur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
|||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Lerkisveppur
|
|||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||
|
Lerkisveppur (fræðiheiti: Suillus grevillei) er ætisveppur sem lifir í samlífi með lerki. Hann verður allt að 12 sm í þvermál með gullinbrúnan hatt. Holdið er gult. Pípulagið er gult og verður brúnt með aldrinum. Á ungum sveppum hvolfist hatturinn undir sig og himna er á milli stafs og hattbrúnarinnar sem hylur pípulagið. Síðar myndar himnan kraga á stafnum.