Móberg (jarðfræði)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Móberg er bergtegund, sem verður til við gos undir jökli eða vatni. Bergtegundin er algeng á Íslandi og eru mörg íslensk eldfjöll úr móbergi, sum hver með hraunlagi efst, sem er til marks um að gosið hafi náð upp úr jöklinum eða vatninu Slík fjöll kallast stapar.
Við gos undir vatni storknar kvikan mjög hratt og nær ekki að mynda samfellt berg. Móbergið verður þannig í raun til eftir að gosi er lokið. Gjóskan límist þá saman fyrir tilstilli holufyllinga sem verða til við ummyndun á glerinu í gjóskunni.
Til eru nokkrar tegundir af móbergi eftir því hvernig það hefur myndast; bólstraberg, móbergstúff og þursaberg.