Mannfall
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mannfall er það þegar menn deyja í vopnuðum átökum eða stríði. Á einnig við fjölda þeirra sem deyja í stíðsátökum. Oft er eingöngu átt við fallna hermenn (talað er um að hermenn falli, en almennir borgarar farist eða deyi). Tölur um mannfall eru oft ekki nákvæmar og mannfall óvinahers er stundum ýkt í áróðursskyni. Oft er gefin ein tala fallina og særðra hermanna á vígvelli, en slíkar tölur eru mikilvægar herforingjum sem þurfa stöðugt að hafa vitneskjum um fjölda bardagahæfra hermanna. Sagnfræðingar deila oft um mannfall í styrjöldum, en erfitt eða ómögulegt getur verið að fá nákvæmt mat á það.
[breyta] Ummæli um mannfall
- Og konurnar stigu dansinn, hófu upp söng og mæltu: Sál felldi sín þúsund, en Davíð sín tíu þúsund. (Fyrri Samúelsbók 18.7)
- Tommy Franks, herforingi í Bandaríkjaher sagði við upphaf Íraksstríðsins 2003 að herinn tæki ekki saman tölur um mannfall („we don't do body counts“), sem er varla trúlegt, en líklega sagt í þeim tilgangi að leyna mannfalli á viðkvæmu tímabili í stríðsrekstrinum.
[breyta] Áætlaðar tölur um mannfall (hermanna og óbreyttra) í heimsstyrjöldunum tveimur
- Fyrri heimsstyrjöld : 40 milljónir
- Seinni heimsstyrjöld : 62 milljónir