Maurar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
|||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Kjötætumaur borðar hunang
|
|||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
|
Maurar (fræðiheiti: Formicidae) eru félagsskordýr sem tilheyra ættbálki æðvængja líkt og vespur og býflugur. Maurar byggja sér vel skipulögð bú sem stundum hýsa milljónir einstaklinga sem skiptast í stéttir með ákveðið sérhæft hlutverk innan búsins og þar sem flest dýrin eru ófrjó og aðeins eitt kvendýr (drottningin) sér um að fjölga einstaklingum í búinu.
Maurar finnast nánast alls staðar í heiminum á þurru landi. Einu staðirnir þar sem þeir hafa ekki náð fótfestu eru Suðurskautslandið, Grænland, Ísland og Hawaii. Áætlað hefur verið að allt að þriðjungur lífmassa allra landdýra séu maurar og termítar.