Nílarkrókódíll
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() Ástand stofns: Í lítilli hættu
|
|||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() |
|||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||
Crocodylus niloticus (Laurenti, 1768) |
|||||||||||||||||
|
Nílarkrókódíll (fræðiheiti: Crocodylus niloticus) er stór krókódílategund sem lifir í Afríku. Hann er ein af stærstu tegundum ættarinnar og er hættulegur bæði dýrum og mönnum. Hann dregur nafn sinn af ánni Níl.
[breyta] Lýsing
Nílarkrókódíll er ein af stærstu krókódílategundum heims. Stærstu einstaklingarnir sem fundist hafa voru yfir sex metra langir og vógu 750 kg.
[breyta] Útbreiðsla
Nílarkrókódílar finnast í stöðuvötnum, ám og fenjum um nær alla Afríku og á Madagaskar.
[breyta] Nílarkrókódílar og menningin
Nílarkrókódílar höfðu mikilvægt hlutverk í trúarbrögðum Forn-Egypta. Guðinn Sebek var með krókódílshöfuð og bærinn Krókódílópólis var vígður honum og krókódílum hans. Margir smurðir krókódílar hafa fundist í gröfum um allt Egyptaland.
Nílarkrókódíllinn er auk þess það rándýr sem drepur flest fólk í Afríku árlega.