Nelson Mandela
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nelson Rolihlahla Mandela (fæddur 18. júlí 1918) var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Suður-Afríku 1994-1999, en hann hafði verið áberandi andstöðumaður kynþáttaaðskilnarstefnunnar þar í landi. Í fyrstu hafði hann einsett sér að beita aldrei ofbeldi, en síðar kom hann að skipulagningu mótspyrnuaðgerða, sem fólst m.a. í skemmdarverkum. 27 ára fangelsisvist hans, sem hann eyddi að mestu í litlum fangelsisklefa á Robben eyju, varð áberandi og umtalið varð eitt besta dæmið um ósanngirni aðskilnaðarstefnunnar. Eftir að honum var sleppt úr fangelsinu 11. febrúar 1990 fór Mandela fyrir Afríska þjóðarráðinu í samningaviðræðum um lýðræðislegar kosningar 27. apríl 1994. Að þeim loknum tók Mandela við forsetaembættinu af Frederik Willem de Klerk.
Mandela og de Klerk voru veitt Friðarverðlaun Nóbels árið 1993. Thabo Mbeki tók við forseta embætti af Mandela 1999. Eftir að Mandela stóð upp úr stól forseta hefur hann einbeitt sér að baráttunni gegn alnæmi og klefanúmer hans í fangelsi 46664 var notað til að auðkenna fjársöfnun til styrktar alnæmissjúkum.